Hleð inn síðu
  • slidebg1
  • slidebg2
  • slidebg3
Um okkur
Hjá okkur starfa faglærðir ljósmyndarar sem vanda sig við að skapa góðar ljósmyndir. Við leggjum mikið upp úr því að ykkur líði vel hjá okkur og farið heim með góðar minningar.

Harpa Hrund

Ljósmyndari

Harpa er faglærður ljósmyndari og á fjögur börn fædd 01, 04, 11 og 18. Hún er fósturforeldri svo oft eru fleiri börn á heimilinu. Hún er opin, hress og hefur gott lag á börnum og unglingum sem er hentugt fyrir þetta starf.

Korka

Bræðingur

​Korka er hvolpur sem hér með leysir Rökkvu af. Hún kann nánast ekkert en er mjög lítil og sæt. Viðskiptavinir sem koma í myndatöku elska að knúsast með hana.

Íris

Ljósmyndari

Íris er faglærður ljósmyndari og hefur mikla reynslu af allskyns auglýsingar- og vöruljósmyndun. Harpa og Íris mynda oft saman, t.d fyrirtækjamyndir og stærri verkefni.

ÞAÐ FYLGIR ÖLLUM MYNDATÖKUM Snjallsímaforrit
ÞAR SEM HÆGT ER AÐ SKOÐA MYNDIRNAR SÍNAR OG DEILA ÞEIM MEÐ VINUM OG ÆTTINGJUM
wisten-iphone
Venjulega veljum við myndirnar saman beint eftir myndatökuna nema þið hafið óskir um annað. Ekki er hægt að fá allar myndir úr tökunni né óunnar myndir.
Það er þó alveg sjálfsagt að velja færri eða fleiri myndir. Verð breytist í samræmi við það.
Páskar, jól og júlí mánuður eru háannatímar og því mikilvægt að panta með góðum fyrirvara.
Vörur
Upplýsingar um eftirpantanir má nálgast með því að smella hér

Hafið samband á [email protected] til að fá frekari upplýsingar um vörur
  • Albúm og myndabækur

  • Boðskort og gjafabréf

  • Jólakort og merkimiðar

  • Rammar

  • Strigamyndir

  • Myndir í karton

VERÐSKRÁ

Veldu pakka sem hentar þér

Myndatakan er alltaf á forsendum barnanna. Því er mikilvægt að panta tíma fyrrihluta dags. Það fer sjaldnast vel að koma í myndatöku beint úr leikskóla/skóla eða eftir vinnutíma foreldra, þegar flestir eru orðnir þreyttir og pirraðir. Skemmtilegt er að hafa börnin berfætt, í léttum fatnaði og björtum litum. Sjaldnast kemur vel út ef barnið er í fatnaði sem er með bæði mynd og texti. Til þess að gera myndirnar persónulegri er gott að taka með uppáhalds bangsann, teppi, stígvél, hatta, hálsfestar, gæludýrið eða það sem er barninu kært. Systkinamynd og fjölskyldumynd er innifalin ef óskað er eftir því.
Stelpurnar koma oftast sama dag og þær fara í prufugreiðslu. Það er möguleiki að fá albúmið afhent fyrir veisluna en þá þarf að panta minnst 3 vikum fyrir fermingardaginn. Endilega takið með nóg af fötum, gæludýrið, trommusettið eða einhverja aðra hluti sem eru persónulegir fyrir unglinginn. Gott er að ræða þetta við þau til þess að fá skemmtilegar hugmyndir. Gaman er að mynda utandyra ef veður leyfir og kostar það ekkert aukalega. Systkinamynd og fjölskyldumynd er innifalin ef óskað er eftir því.
Myndataka getur verið skemmtileg á útskriftardaginn sjálfann. Þó getur mikið álag verið á útskriftardeginum og hentar því sumum betur að finna annan tíma fyrir myndatökuna. Gaman er að mynda utandyra ef veður leyfir og kostar það ekkert aukalega. Skemmtilegt getur verið að hafa foreldra, maka eða besta vininn með á mynd. Systkinamynd og fjölskyldumynd er innifalin ef óskað er eftir því.
Nokkrum dögum fyrir daginn sjálfan er gott að hittast, kynnast aðeins og skipuleggja myndatökuna. Ein af fáum stundum á brúðkaupsdeginum sem brúðhjón eiga fyrir hvort annað er tíminn í myndatökunni, þess vegna skiptir það mig miklu máli að ná góðu sambandi við brúðhjónin svo að úr verði afslöppuð og skemmtileg stund. Myndatakan fer langoftast fram úti í náttúrinni. Að koma í myndatökuna fyrir athöfnina sjálfa getur skapað afslappaðari myndir og betra rennsli yfir daginn. Skemmtilegt getur verið að frysta augnablikið þegar brúðhjónin sjá hvort annað í fyrsta sinn uppáklædd. Ef illa viðrar þá fer myndatakan fram á öðrum fyrirfram ákveðnum stað.
Barnið kemur í myndatöku mánaðarlega fyrsta árið. Hægt er að koma í bumbumyndatöku, oftast er það gert í viku 29-35, en auðvitað er hægt að koma á öllum tímum meðgöngunnar. Ég ráðlegg foreldrum að koma í fyrstu myndatökuna þegar nýburinn er 4-10 daga gamall, þar sem þau eru fljót að breytast fyrstu vikurnar. Í hvert skipti eru teknar nokkrar myndir sem valdnar eru eftir myndatökuna. Bókaður er alltaf tvöfaldur tími fyrir nýfæddu börnin svo hægt sé að gefa og knúsa barnið á milli. Gaman er að mynda utandyra í einhverjum mánuðinum, ef veður leyfir og kostar það ekkert aukalega. Innifalið er ein systkina og fjölskyldumynd yfir árið.
Gaman er að eiga mynd af ömmu og afa með barnabörnin, eina af öllum saman og myndir af hverri fjölskyldu fyrir sig.
Panta þarf tíma í passamyndatöku. Tek myndir fyrir öll persónuskilríki eins og vegabréf, bankakort, ökuskírteini, visa-áritanir , ferilskrár og vinnustaðaskírteini

Grunnverð

16.500,-

  1. 30 mín
  2. 2 myndir
  3. Fataskipti frjáls
  4. App í símann fylgir með

1 mynd

8.000,-

  1. 15 mín
  2. 6 eintök útprentuð
  3. Mynd send í tölvupósti

Grunnverð

57.000,-

  1. 1-2 klst
  2. 1-5 Uppstillingar
  3. Fataskipti frjáls
  4. App í símann fylgir með

2 myndir

25.000,-

  1. 15 mín
  2. Myndir í prentupplausn
  3. Engin fataskipti
  4. App í símann fylgir með

5 myndir

49.000,-

  1. 30 mín
  2. Myndir í prentupplausn
  3. Ein fataskipti
  4. App í símann fylgir með

10 myndir

65.000,-

  1. 1 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. Fataskipti frjáls
  4. App í símann fylgir með

20 myndir

85.000,-

  1. 1 1/2 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. Fataskipti frjáls
  4. App í símann fylgir með

30 myndir

100.000,-

  1. 2 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. Fataskipti frjáls
  4. App í símann fylgir með

Brúðkaupsmyndir

120.000,-

  1. 1 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. 20-30 myndir
  4. App í símann fylgir með

Brúðkaupsmyndir og Athöfn

190.000,-

  1. 2 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. c.a 100 myndir
  4. App í símann fylgir með

Brúðkaupsmyndir, Athöfn og veisla

320.000,-

  1. 5-6 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. c.a 200 myndir
  4. App í símann fylgir með

Allur dagurinn

370.000,-

  1. 7-8 klst
  2. Myndir í prentupplausn
  3. c.a 300 myndir
  4. App í símann fylgir með
Verðskráin miðast við myndir í prentupplausn, viðskiptavinurinn eignast því myndirnar og getur prentað þær að vild.
Viðskiptavinir sem velja 10, 20 eða 30 mynda pakkana geta bætt við albúmi með útprentuðum myndum fyrir 17.500.-
Ef það er valið að fá bæði fulla upplausn og albúm þá bætist við 9.000 kr.-
Það fylgir ein stækkun í 18x24 cm með öllum albúmum.
Einnig er mögulegt að skipta pökkunum og koma tvisvar eða oftar í myndatöku, en þá kostar það 10.000,- aukalega hvert aukaskipti.
Verðskráin miðast við myndir í prentupplausn, viðskiptavinurinn eignast því myndirnar og getur prentað þær að vild. Viðskiptavinir geta bætt við albúmi með útprentuðum myndum.
Ef valinn er athöfn og veisla, þá er innifalið 3 klst í veislunni sem oft er nýtt í vina og fjölskyldumyndir. Ef valinn er allur dagurinn, þá er myndað frá undirbúningi til seinasta skipulagða atriðis í veislunni t.d eftir fyrsta dansinn. Endilega hafið samband ef þörf er á sérsniðnum pakka fyrir brúðkaupið.
Ferðakostnaður utan Reykjavíkursvæðis er samningsatriði.
​Í grunnverði er hægt að velja um tvær leiðir. Annarsvegar er möguleiki á að fá myndir afhentar í prentupplausn og hinsvegar að fá þær útprentaðar í albúm (albúm 14.000,-). Ef báðir valmöguleikar eru valdir kostar það 5.500, - aukalega fyrir hvert skipti.
Þeir sem eru í áskrift á mánaðarlegri myndatöku fá 2 auka myndir óunnar í netupplausn úr hverri töku.
Verðskrá miðast við grunnverð fyrir myndatökuna sjálfa. Út frá því er hægt að velja um tvær leiðir.
Hægt er að velja að fá myndirnar útprentaðar og þá getur hver fjölskylda valið þær myndir sem þau vilja, hvaða stærð af myndum og þess vegna pantað jólakort eða strigamyndir af sinni fjölskyldu. Öll verð á útprentunum eru að finna á heimasíðunni undir vörur.
Ef valið er að fá myndir afhentar í prentupplausn, bætist við 11.000.- fyrir hverja uppstillingu. Viðskiptavinurinn eignast því myndirnar og getur prentað þær að vild.
Myndin er unnin samstundis og send í tölvupósti til viðskiptavinar.
Ef þess er óskað að fá myndina útprentaða, er myndin send í prentun í framköllunarbúðina Pixla í Skeifunni, þar sem hún er prentuð samstundis. Fyrirtæki geta fengið tilboð í starfsmannamyndir bæði á vinnustað og í stúdíói.